Námskeið

Fyrir byrjendur

Nýjar rannsóknir sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður.

Á námskeiðum fyrir byrjendur er samið við fyrirtæki eins og bókabúð, kaffihús og bókasafn um að taka á móti nemendum, tala íslensku, leyfa nemendum að taka samskiptin um, sýna þolinmæði og brosa : ) Nemendur vinna sérsniðin og markviss verkefni í kennslustofunni, heima og í Íslenskuþorpinu eftir kennsluferlinu.

Námskeiðið hentar byrjendum á stigi A1-A2 á Evrópska tungumálarammanum.

Fyrirlengra komna

Á námskeiðum fyrir lengra komna læra nemendur að undirbúa og eiga samskipti um flóknari hluti þar sem áhugamál, atvinna og þarfir eru drifkrafturinn í náminu. Lögð er áhersla á samvinnunám þar sem nemendur vinna verkefni eftir svokallaðri Rallý leið. Kennari aðstoðar nemendur við að byggja upp tengslanet þar sem hægt er að æfa samskipti á íslensku.

Námskeiðið hentar sérstaklega nemendum sem eru á stigi A2-B1 á Evrópska tungumálarammanum.

Starfstengd íslenskunámskeið

Á starfstengdu námskeiðunum er íslenskukennslan aðlöguð starfsumhverfinu. Markmiðið er að efla fagvitund og skilning á starfinu. Samið er við samstarfsfólk og mentora um að taka þátt í samskiptum á íslensku um starfið og dagleg málefni.

Unnið er markvisst að því að stækka tengslanet nemenda. Kennarar heimsækja vinnustaðina og styðja við nemendur og mentora.


Íslenskuþorpið í grunnskólum

Íslenskuþorpið hefur verið tilraunaverkefni í nokkrum grunnskólum þar sem markmiðið er að nemendur með íslensku sem annað mál læri íslensku um leið og þeir taka virkan þátt í skólastarfinu og skólasamfélaginu.

Íslenskuþorpið myndar stuðningsnet í skólunum þar sem ákveðnir staðir og fólk í skólanum og nágrenni hans eru þátttakendur, t.d. matsalur, félagsmiðstöð, frístund, skólaliðar, skrifstofa, bakarí, pizzastaður, félagsstarf eldri borgara o.s.frv. Þar fá nemendur tækifæri til að sinna daglegum erindum sínum á íslensku í vernduðum aðstæðum. Markmiðið er að styrkja félagsfærni, efla tjáningarfærni, náms- og skólaorðaforða og styðja við fjölmenningarsamfélagið í skólunum.

Innan skólanna eru svokallaðir þorpsstjórar sem halda utan um verkefnið og innleiðingu þess. Kennarar og starfsfólk skólanna fær fræðslu í aðferðum Íslenskuþorpsins, fjölmenningu og fjölmenningarlegum kennsluháttum.

Kennaranámskeið

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir kennara og leiðbeinendur í aðferðum Íslenskuþorpsins. Einnig er boðið upp á aðstoð og ráðgjöf við hönnun og uppsetningu stuðningsnets í skólum og á vinnustöðum. Við höfum áralanga reynslu af uppsetningu Íslenskuþorpa fyrir námskeið og skóla.

Danskir kennarar á námskeiði í aðferðinni.Einkatímar

Boðið er upp á einkatíma í íslensku þar sem markmiðið er að tengja íslenskunámið við daglegt líf og störf nemenda.

Ummæli nemenda

„Skilningsríkt starfsfólk veit að ég er að læra íslensku og gefur mér því tíma”.
„Byrjaði að tala íslensku mikið fyrr en ég átti von á”.
„Minnkar ótta við að tala íslensku”.
„Kjarkur til að tala við aðra Íslendinga eykst”.
„Ég nota íslensku hiklaust núna þegar ég fer t.d. í búðir”.
„Mér kom á óvart hvað Íslendingar skildu mikið af því sem ég sagði”.

“Ég man ennþá hvernig mér fannst að læra íslensku í byrjuninni. Mér fannst allt svo erfitt, það var eins og ég gat aldrei lært þetta tungumál. En íslenskuþorpið er námskeiðið sem mér fannst alltaf gaman að læra. Gera verkefni í hverju fyrirtæki í bókinni (til dæmis: bókabúð, kaffihús, fyrirtæki þitt og fleira) sem hvöttu mig til að tala íslensku strax í byrjuninni jafnvel þótt það væri einföld setning. Mér fannst ótrúlega gaman þegar ég sagði eitthvað og það var skilið svo það hvatti mig áfram til að tala íslensku. Íslenskuþorpið byggði líka upp sjálfstraust eftir hvert fyrirtæki sem ég kláraði. Mér fannst ég líka ekki hrædd að tala íslensku jafnvel þótt ég talaði með hreim eða fráviki. Mér finnst íslenskuþorpið frábært og skemmtilegt námskeið”.

Thi Thai Ha Nguyen frá Víetnam

Nemandi á námskeiði fyrir byrjendur í Háskóla Íslands

“Í gegnum námskeiðið Íslenskuþorpið hef ég lært mikið, bæði bætt þekkingu mína á íslensku og lært mikið um leikskólafræði. Tímarnir voru alltaf skemmtilegir og fræðandi, Gulla og Nichole tóku mjög vel á móti okkur nemendunum og voru alltaf viljugar til að aðstoða og svara þörfum okkar. Ég öðlaðist aukið öryggi bæði í tali og vinnu. Ég mæli sterklega með þessu námskeiði fyrir einstaklinga sem vilja bæta sig bæði í íslensku og þekkingu á starfi”.

Ana Aleksic frá Serbíu

Nemandi á starfstengdu íslenskunámskeiði

“Námskeiðið var frábært tækifæri til að læra íslensku sem er nýtanlegt í leikskólanum og hitta aðra leikskólakennarar af erlendum uppruna”.

Kuna Yoon frá Japan

Nemandi á starfstengdu íslenskunámskeiði

I would never have gathered the strength to give a speech in Icelandic only in Harpa’s Elborg in front of 2000 people without my private lessons and preparatory work with Gulla!
Takk fyrir kærlega Gulla!

Anne-Tamara Lorre sendiherra Kanada á Íslandi

Nemandi í einkakennslu